Sadio Mane er við það að ganga í raðir Bayern Munchen.
Liverpool hefur samþykkt tilboð þýska félagsins upp á 35 milljónir punda.
Þýska félagið hafði áður boðið 23 og 25 milljónir punda í leikmanninn en Liverpool þótti það ekki ásættanlegt.
Samkvæmt Sky Sports hafði Bayern notast við þau rök að félagið hafi selt Thiago Alcantara ódýrt til Liverpool árið 2020 í von um að fá Mane ódýrt. Spánverjinn fór á 20 milljónir punda. Bayern vildi sjá Liverpool endurgjalda greiðann núna. Þeir munu þó þurfa að reiða fram 35 milljónir punda.
Mane á aðeins ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Sjálfur er hann búinn að komast að samkomulagi við Bayern.
Sadio Mané is set to join Bayern Munich from Liverpool on a three-year deal after the two clubs met today ✍️ @FabrizioRomano pic.twitter.com/nrHCycwnps
— SPORTbible (@sportbible) June 17, 2022