Darwin Nunez gekk á dögunum í raðir Liverpool frá Benfica fyrir 75 milljónir evra.
Hinn 22 ára gamli Nunez raðaði inn mörkunum fyrir Benfica á síðustu leiktíð, skoraði 34 mörk í 41 leik.
Fyrir ári síðan var Úrúgvæinn hins vegar nálægt því að fara til allt annars félags.
Samkvæmt fjölmiðlum í Portúgal var Brighton þá nálægt því að krækja í leikmanninn.
Félagið hafði gríðarlegan áhuga á Nunez en Benfica hafði ekki áhuga á að selja á þeim tímapunkti.
Sem betur fer fyrir Benfica beið félagið í eitt ár til viðbótar. Það er ljóst að upphæðin sem Portúgalirnir hefðu fengið fyrir hann í fyrra hefði verið mun lægri en þær 75 milljónir evra sem Liverpool borgar fyrir Nunez.