Tugir stuðningsmanna brasilíska knattspyrnufélagsins Botafogo hafa fengið sig fullsadda af gengi liðsins upp á síðkastið og tóku málin í sínar hendur í gær. Stuðningsmennirnir brutu sér leið inn á æfingasvæði félagsins í mótmælaskyni við slæmt gengi liðsins á tímabilinu.
Staðarlögreglan var kölluð til en af myndum og myndskeiðum að dæma sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá stuðningsmennina brjóta sér leið inn á æfingasvæðið.
Botafogo hefur ekki gefið frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið, enginn hefur verið handtekinn en Botafogo hefur tapað fjórum leikjum í röð í brasilísku úrvalsdeildinni og er sem stendur í fallsæti með aðeins 12 stig eftir 11 leiki.
Stuðningsmennirnir, pirraðir vegna gengi liðsins sjást lesa leikmönnum pistilinn í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Urgente! Torcedores do Botafogo foram ao CT do Alvinegro fazer cobranças aos jogadores. Victor Sá está extremamente assustado com a situação. pic.twitter.com/fnu1nq4FPf
— Venê Casagrande (@venecasagrande) June 15, 2022