Atletico Madrid mun ekki spila á ‘Wanda Metropolitano’ vellinum á næstu leiktíð samkvæmt frétt Diario AS á Spáni í dag.
Fyrir fimm árum síðan skrifaði Atletico undir samning við kínverska fyrirtækið Wanda Group sem er ástæðan fyrir nafninu.
Þessi samningur var til fimm ára en Dalian Wanda hefur tjáð félaginu að hann verði ekki endursaminn.
Atletico græddi alls 50 milljónir evra á þessum samningi og liðið hefur gert vel og komist stöðuglega í Meistaradeildina ásamt því að vinna deildina á þar síðustu leiktíð.
Kínversku fjárfestirnir ákváðu hins vegar að slíta sambandinu og mun völlurinn bera annað heiti á næsta tímabili.
Hvað völlurinn mun heita mun væntanlega koma í ljós bráðlega og veltir það á hvort styrkur verði fundinn eða ekki.