fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Mál Jóns Dags og Þórhalls sé einkar óheppilegt fyrir HK – ,,Ekki viss um að þetta sé sniðugt hjá honum“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 15:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um mál landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar og hlaðvarpssérfræðingsins Þórhalls Dan Jóhannssonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Upphaf málsins má rekja til viðtals sem Jón Dagur fór í eftir landsleik Íslands og Ísrael á dögunum og tekið var til umræðu í hlaðvarpsþætinum Mín skoðun á dögunum. Jón Dagur svaraði þeirri umræðu með því að birta mynd af Þórhalli Dan, sérfræðingi þáttarins. Það eru skiptar skoðanir um það hvort það sé rétt hjá Jóni Degi að svara gagnrýni líkt og hann gerði á samfélagsmiðlum en Hjörvar segir málið einkar óheppilegt fyrir HK.

,,Þetta beef  milli Jóns Dags Þorsteinssonar og Þórhalls Dan þar sem Jón Dagur, greinilega pínu brotinn segist ekki hlusta á einhverja trúða út í bæ. Þórhallur Dan ákvað að vera eitthvað sár og sagði leikmenn vera komna í stríð við fólkið í landinu. Þá birti Jón Dagur mynd af Þórhalli Dan í Hauka-búning í gervi trúðs. Hvað finnst ykkur um þetta?“ spurði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football dagsins.

,,Ég túlka það ekki að leikmenn séu í einhverju stríði við almenning frekar en að almenningur sé í einhverju stríði við Arnar Þór. Ég fíla samt þessa orku í Jóni Degi. Hann er ekkert feiminn við að henda þessu út,“ sagði Gunnar Ormslev, knattspyrnulýsandi og einn af sérfræðingum Dr. Football.

Hjólar í Jón Dag sem kallaði gagnrýnendur trúða – „Leikmenn eru komnir í slag við fólkið í landinu“

Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrum knattspyrnumaður og þjálfari, sagði í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni að leikmenn íslenska karlalandsliðsins verði að vanda hvað þeir segja út á við vilji þeir fá fólkið í landinu á bakvið sig og átti þar við ummæli Jóns Dags í viðtali við mbl.is þar sem hann sagði að landsliðið „hlustaði ekki á trúða úti í bæ.“

Jón Dagur Þorsteinsson svaraði gagnrýni Þórhalls fullum hálsi með myndbirtingu á Instagram. Hann birti mynd af Þórhalli þar sem hann hafði sett á hann trúðahár og nef.

Hjörvar segir málið afskaplega óheppilegt fyrir HK. Jón Dagur sé besta afurð félagsins í atvinnumennsku þessa stundina á meðan að Þórhallur Dan er þjálfari hjá félaginu. ,,Menn voru mikið að velta því fyrir sér hvaða þörf Þórhallur Dan hefði fyrir, meðan að hann er enn að þjálfa, að gjamma út um allar trissur. Menn mega nú hins vegar tjá sig og við fögnum því en slepptu því nú á meðan að þú ert enn að þjálfa.“

Jóhann Már Helgason, annar af sérfæðingum Dr. Football lagði þá orð í belg: ,,Eitt með Jón Dag. Hann er mjög villtur innan vallar og þá er oft staðan með þannig leikmenn að þeir eru mjög dagfarsprúðir utan vallar. Hann er greinilega bara út um allt, frekar grimmur og lætur ekki vaða neitt yfir sig. Að sama skapi, með því að gera þetta er hann að láta okkur tala um þetta hér og auka umræðuna um þetta. Jón Dagur er að leita sér að öðru liði og ég er ekki viss um að þetta sé sniðugt hjá honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þarf 72 mörk til viðbótar

Þarf 72 mörk til viðbótar
433Sport
Í gær

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn
433Sport
Í gær

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum