Arsenal er að krækja í miðjumanninn Fabio Vieira frá Porto. David Ornstein segir frá þessu nú fyrir skömmu.
Vieira er 22 ára gamall og hefur verið á mála hjá Porto frá því 2020. Hann skoraði sex mörk og lagði upp 14 í 27 leikjum í portúgölsku deildinni á síðustu leiktíð.
Arsenal borgar 35 milljónir evra fyrir leikmanninn strax. Fimm milljónir geta svo bæst við það.
Vieira mun skrifa undir fimm ára samning á Emirates-vellinum eftir að hann gengst undir læknisskoðun síðar í dag.
Einhverjir Íslendingar þekkja Vieira en hann skoraði sigurmark U-21 árs landsliðs Portúgala gegn því íslenska í Víkinni seint á síðasta ári.
🚨 Fabio Vieira set to join Arsenal from Porto. Fee €35m + €5m, 5yr deal. 22yo AMF flying to London today & will undergo medical before completing move. Process started + managed by Jorge Mendes, @TheAthleticUK after @pedromsepulveda scoop #AFC #FCPorto https://t.co/b839GEGBRC
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 16, 2022