Three hefur snúið aftur sem aðalstyrktaraðili Chelsea.
Fyrirtækið hafði slitið samstarfi við Chelsea í mars í kjölfar þess að eigur Roman Abramovich, þá eiganda Chelsea, voru frystar vegna tengsla hann við Vladimir Putin, Rússlandsforseta. Stríðið í Úkraínu var þá nýhafið.
Á dögunum keypti hópur með Todd Boehly í fararbroddi hins vegar Chelsea og Abramovich er horfinn á braut.
Því hefur Three endurnýjað samstarf sitt við Chelsea.
Talið er að samningur Chelsea við Three skili 40 milljónum punda á ári hverju.