KA 2 – 2 Fram
0-1 Tiago Fernandes (’24)
0-2 Fred Saraiva (’36)
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’81, víti)
2-2 Daníel Hafsteinsson (’87)
Það munaði engu að KA myndi tapa heima gegn Fram í Bestu deild karla í kvöld en leikið var á nýjum heimavelli KA á Akureyri.
Heimaliðið byrjaði svo sannarlega ekki vel en eftir 36 mínútur var staðan orðin 2-0 fyrir Fram.
Tiago Fernandes skoraði fyrra mark gestanna á 24. mínútu og bætti Fred Saraiva við öðru á þeirri 36.
Staðan var 2-0 þar til á 80. mínútu er Hallgrímur Mar Steingrímsson lagaði stöðuna fyrir KA úr vítaspyrnu.
Sjö mínútum síðar jafnaði Daníel Hafsteinsson metin fyrir KA og sá um að tryggja liðinu eitt og mögulega dýrmætt stig.