Cristiano Ronaldo, stjarna Manchester United, hleður nú batteríin í fríi ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonunni Georginu Rodriguez og börnum.
Portúgalinn er að undirbúa sig undir sitt annað tímabil frá endurkomunni til Man Utd í fyrra.
Hann vonast til að næsta leiktíð verði betri en sú síðasta. Þá hafnaði Man Utd í sjötta sæti og olli miklum vonbrigðum.
Sjálfur átti Ronaldo þó fínasta tímabil, skoraði 18 mörk í 30 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.