Búið er að reka Mauricio Pochettino úr stöðu knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain.
Argentínumaðurinn tók við liðinu um mitt síðasta tímabil en mistókst að vinna Frakklandsmeistaratitilinn á fyrra tímabili sínu við stjórnvölinn, eitthvað sem er óásættanlegt í París.
PSG vann deildina örugglega undir stjórn Pochettino á nýafstaðinni leiktíð en það dugir honum ekki til að halda starfi.
Liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Það er keppni sem Parísarmönnum dreymir um að sigra.
Zinedine Zidane er einn af þeim sem er nú orðaður við stjórastöðuna hjá PSG.