Samkvæmt frétt Daily Mail hefur Liverpool lagt fram 60 milljóna punda tilboð í Raphinha, vængmann Leeds United.
Liverpool reynir nú að styrkja framlínu sínu frekar eftir komu Darwin Nunez í gær. Sadio Mane er á förum frá félaginu til Bayern Munchen.
Hinn 25 ára gamli Raphina skoraði ellefu mörk og lagði upp þrjú í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Leeds bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni.
Barcelona er einnig talið hafa mikinn áhuga á Raphinha.
Brasilíumaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum við Leeds en vonast eftir að komast í stærra félag.