Mauricio Pochettino er á förum frá Paris Saint-Germain en stærstu miðlar Evrópu hafa greint frá þeim fréttum.
Pochettino er 50 ára gamall en hann tók við PSG árið 2021 og vann deildina með liðinu á síðasta tímabili.
Árangurinn var hins vegar ekki nógu góður í Meistaradeild Evrópu og hafa eigendur félagsins ákveðið að láta hann fara.
Nú er rætt um hvaða lið Pochettino taki við næst en veðbankar á Englandi telja Real Madrid líklegasta áfangastaðinn.
Það væri þó heldur betur óvænt ef Carlo Ancelotti yrði rekinn frá Real eftir að hafa unnið tvennuna á síðustu leiktíð eða deild og Meistaradeild.
Tottenham er það lið sem er í öðru sæti listans og Athletic Bilbao er í því þriðja sem gæti verið áhugaverður kostur.
Pochettino þjálfaði Tottenham við góðan orðstír í mörg ár en Antonio Conte er í dag stjóri liðsins.
Líklegustu áfangastaðir Pochettino:
Real Madrid – 6/4
Tottenham 4/1
Athletic Bilbao 6/1
Argentína 8/1
Juventus 10/1
Manchester United 12/1