FH er enn á toppi Lengjudeildar kvenna eftir sigur á Grindavík á heimavelli sínum í kvöld.
FH var í engum vandræðum með gestaliðið í kvöld og vann örugglega með sex mörkum gegn engu.
Víkingur Reykjavík er í öðru sæti deildarinnar eftir leik við HK í kvöld. Víkingur vann 2-1 sigur og þá fimmta sigur sumarsins.
HK var fyrir leikinn í öðru sæti með 15 stig en þar sitja Víkingar nú með einnig 15 stig en betri markatölu.
Augnablik tapaði þá 2-0 heima gegn Fylki en um var að ræða fyrsta sigur þess síðarnefnda í sumar.
FH 6 – 0 Grindavík
1-0 Kristin Schnurr
2-0 Shaina Faiena Ashouri
3-0 Colleen Kennedy
4-0 Esther Rós Arnarsdóttir
5-0 Elísa Lana Sigurjónsdóttir
6-0 Elísa Lana Sigurjónsdóttir
Víkingur R. 2 – 1 HK
1-0 Christabel Oduro
2-0 Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
2-1 Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
Augnablik 0 – 2 Fylkir