Fyrrum knattspyrnumaðurinn Danny Guthrie er gjaldþrota eftir að hafa komið sér í veðmálaskuld upp á 120 þúsund pund (rúmar 19 milljónir íslenskra króna).
Guthrie hóf ferilinn hjá Liverpool en hefur einnig leikið með Bolton, Newcastle, Reading, Blackburn, Walsall og nú síðast Fram í Lengjudeildinni í fyrra.
Í maí 2019 fékk hann 75 þúsund pund lánuð frá vini sínum og lofaði að borga skuldina eftir að hann seldi fasteign.
En áður en hann seldi rakaði hann að sér veðmálaskuldum og þegar hann loks seldi fasteignina fyrir 160 þúsund pund notaði hann peninginn til að borga þær fremur en aðrar skuldir.
Guthrie hefur nú verið úrskurðaður gjaldþrota til sex ára.