Harry Kane, leikmaður enska landsliðsins, var spurður út í framtíð Gareth Southgate í gær eftir leik við Ungverjaland.
Englendingar voru ömurlegir á heimavelli sínum Wembley í Þjóðadeildinni og töpuðu leiknum 4-0.
Nú eru einhverjir sem vilja sjá landsliðsþjálfarann Southgate taka pokann sinn eftir tvö stig úr fjórum leikjum.
Kane er alls ekki á því máli og baunaði aðeins á blaðamann í gær fyrir að spyrja þessa spurningu.
,,Já, án alls vafa. Þetta er ekki einu sinni spurning sem ég ætti að vera svara,“ sagði Kane við blaðamenn spurður að því hvort England væri á réttri leið undir Southgate.
England var nálægt því að vinna EM undir Southgate í fyrra en tapaði gegn Ítölum í úrslitum.