fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
433Sport

Hjólar í Jón Dag sem kallaði gagnrýnendur trúða – „Leikmenn eru komnir í slag við fólkið í landinu“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 09:45

Jón Dagur með móðir sinni Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrum knattspyrnumaður og þjálfari, segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins verði að vanda hvað þeir segja út á við vilji þeir fá fólkið í landinu á bakvið sig.

Þórhallur ræddi þetta í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í minntist á ummæli Jón Dags Þorsteinssonar sem sagði að landsliðið „hlustaði ekki á trúða úti í bæ.“

„Auðvitað er pirr­andi að ná ekki ein­um sigri. Það vantaði ekki mikið upp á hjá okk­ur. Við þurf­um að fá litlu atriðin með okk­ur í þessu. Það veit eng­inn hvort bolt­inn var inni eða ekki í dag og svo­leiðis hlut­ir mega fara að detta með okk­ur. Við get­um verið já­kvæðir. Þetta eru fyrstu þrír leik­irn­ir hjá okk­ur þar sem er kom­in rétt mynd á liðið eft­ir all­ar breyt­ing­arn­ar. Við horf­um fram á veg­inn, erum já­kvæðir og hlust­um ekki á þessa trúða út í bæ,“ sagði Jón Dagur við mbl.is eftir janftefli Íslands gegn Ísrael fyrr í vikunni.

„Leikmenn eru komnir í slag við fólkið í landinu. Það eru ekki bara fjölmiðlamenn sem eru að gagnrýna, en það er ekki verið að gagnrýna leikmenn heldur þjálfarann,“ sagði Þórhallur.

„Jón Dagur kallaði fólkið sem er að gagnrýna hann trúða. Það er bara þjóðin. Hvernig ætlið þið að fá fólk til að styðja ykkur ef þið kallið það trúða?“

„Menn verða að vanda sig þegar þeir fara í viðtöl,“ sagði Þórhallur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Edu verður ekki lengi atvinnulaus – Sagður taka við starfi hjá liði sem er fyrir ofan Arsenal í deildinni

Edu verður ekki lengi atvinnulaus – Sagður taka við starfi hjá liði sem er fyrir ofan Arsenal í deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki lengi að sleikja sárin – Mætti með þrjá milljarða í vasanum og horfði á Íslendinginn

Ekki lengi að sleikja sárin – Mætti með þrjá milljarða í vasanum og horfði á Íslendinginn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal til í að losna við Trossard og fá inn leikmann frá West Ham

Arsenal til í að losna við Trossard og fá inn leikmann frá West Ham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Búið að láta Lopetegui vita að starf hans sé í hættu

Búið að láta Lopetegui vita að starf hans sé í hættu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel fær slaka og þarf ekki að vera jafn mikið á svæðinu og Southgate

Tuchel fær slaka og þarf ekki að vera jafn mikið á svæðinu og Southgate
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var 18 ára þegar fertugur Maradona vildi borga fyrir nektarmyndir – Svona er líf hennar í dag

Var 18 ára þegar fertugur Maradona vildi borga fyrir nektarmyndir – Svona er líf hennar í dag
433Sport
Í gær

Ratcliffe með sleggju – Jarðar leikmannahóp United í áhugaverðu viðtali

Ratcliffe með sleggju – Jarðar leikmannahóp United í áhugaverðu viðtali
433Sport
Í gær

Sveinn Margeir riftir við KA og skoðar sín mál

Sveinn Margeir riftir við KA og skoðar sín mál