fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433Sport

Ekki rétt að því hafi verið lekið hvar Haaland byrjar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 08:50

Mynd: Man City

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin segir það ekki satt að fyrsta mótherja Englandsmeistara Manchester City á næstu leiktíð hafi verið lekið.

Opinber aðgangur úrvalsdeildarinnar skrifaði nafn Bournemouth og setti mynd af stundarglasi undir færslu Man City þar sem félagið tilkynnti komu Erling Braut Haaland frá Dortmund fyrir 51 milljón punda. Færslu deildarinnar var síðar eytt.

Flestir gerðu því ráð fyrir að þarna hafi deildin einfaldlega verið að tilkynna það að Haaland myndi mæta Bournemouth í fyrsta leik.

Það var þó ekki svo. Útskýringin á þessu máli er að sá sem sér um samfélagsmiðla ensku úrvalsdeildarinnar ætlaði að svara Bournemouth undir annari færslu, með mynd af stundarglasi. Það var færsla þar sem Bournemouth skrifaði: „Góðan dag, leikjadagskrá kemur út í þessari viku.“

Bournemouth er nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Liðið lék síðast í henni tímabilið 2019-2020.

Leikjadagskrá ensku úrvalsdeildarinnar kemur út í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah jafnaði metið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að slagurinn við Manchester United hafi verið ósanngjarn – ,,Áttum þetta ekki skilið“

Segir að slagurinn við Manchester United hafi verið ósanngjarn – ,,Áttum þetta ekki skilið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Salah jafnaði metið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Endurkoma Neymar þarf að bíða – Þrír á heimleið

Endurkoma Neymar þarf að bíða – Þrír á heimleið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekki viss um að Arteta sé með rétta persónuleikann – ,,Ég veit ég mun fá gagnrýni“

Ekki viss um að Arteta sé með rétta persónuleikann – ,,Ég veit ég mun fá gagnrýni“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal