Rétt í þessu var dregið í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.
Fyrsta umferðin hefur ekki verið leikin en þó var strax dregið í aðra umferð í dag.
KR, sem mætir Pogon Szchezin í fyrstu umferðinni, mun leika gegn Bröndby í annari umferðinni, komist liðið þangað.
Breiðablik, sem mætir Santa Coloma í fyrstu umferðinni, mun leika gegn Buducnost frá Svartfjallalandi eða Llapi frá Kósóvó í annari umferðinni, komist liðið þangað.
Víkingur mun þá einnig taka þátt í þessu stigi Sambandsdeildarinnar falli liðið úr leik í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eða í fyrstu umferð forkeppninnar.
Falli Íslandsmeistararnir úr leik í fyrstu umferð forkeppninnar gegn Malmö, komist liðið þangað, mæta þeir New Saints FC frá Wales eða Linfield frá Norður-Írlandi.
Falli Víkingur hins vegar úr leik gegn Levadia Tallin í umspili forkeppninnar mætir liðið Shamrock Rovers frá Írlandi eða Hibernians frá Möltu í annari umferð Sambandsdeildarinnar.
Komist liðið í úrslitaleik umspilsins en dettur út þar mætir það FC Puynik frá Armeníu eða CFR Cluj frá Rúmeníu.