KR 3 – 3 ÍA
0-1 Eyþór Aron Wöhler (’17)
1-1 Ægir Jarl Jónasson (’27)
2-1 Atli Sigurjónsson (’47)
2-2 Steinar Þorsteinsson (’66)
2-3 Eyþór Aron Wöhler (’74)
3-3 Alex Davey (’94, sjálfsmark)
Það fór fram stórskemmtilegur leikur í Bestu deild karla í kvöld er ÍA heimsótti KR á Meistaravelli í öðrum leik dagsins.
ÍA tók forystuna á 17. mínútu í kvöld er Eyþór Aron Wöhler kom boltanum í netið fyrir gestina.
Þessi forysta entist í aðeins tíu mínútu en Ægir Jarl Jónasson jafnaði metin fyrir ÍA tíu mínútum síðar.
KR tók forystuna eftir tvær mínútur í seinni hálfleik er Atli Sigurjónsson skoraði eftir laglega sókn KR-inga.
Steinar Þorsteinsson jafnaði metin fyrir ÍA á 66. mínútu og var liðið komið yfir átta mínútum síðar.
Eyþór Aron skoraði þá sitt annað mark og þriðja mark ÍA og virtist það ætla að duga til að tryggja stigin þrjú.
Alveg í blálokin jöfnuðu KR-ingar hins vegar en Alex Davey gerði þá sjálfsmark fyrir gestina þegar 94 mínútur voru komnar á klukkuna.
Svakaleg dramatík á Meistaravöllum í kvöld og fá bæði lið eitt stig að þessu sinni.