Dani Alves hefur staðfest það að hann sé á förum frá Barcelona eftir stutta endurkomu á Nou Camp.
Alves sneri aftur til Barcelona í byrjun árs og ákvað að hjálpa sínu fyrrum félagi sem er í fjárhagserfiðleikum.
Alveg spilaði nokkuð stórt hlutverk í liði Barcelona á síðasta tímabili en hann er 39 ára gamall.
Þrátt fyrir það ákvað Barcelona að bjóða honum ekki nýjan samning og fer hann því annað.
Óvíst er hvort Alves finni sér nýtt lið eða leggi skóna á hilluna eftir afar farsælan feril.