Í gær birtust fréttir þess efnis að Netflix ætlaði að bjóða kærustum og eiginkonum leikmanna enska karalandsliðsins fúlgur fjár til að fá að fylgja þeim eftir á meðan makar þeirra spiluðu á HM í Katar síðar á árinu.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur þó slegið þessa hugmynd af borðinu. „Ég er ekki hrifinn af þessu. Það kæmi mér á óvart ef leikmenn væru til í þetta því þeir vilja einbeita sér að fótboltanum.“
„Við viljum hafa fjölskyldur leikmanna með á stórmótum og að bjóða þær velkomnar. Þetta er ein stór fjölskylda og ég held að allir átti sig á að þessi mál hafa verið á góðum stað undnafarin ár,“ sagði Southgate.
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, tók í sama streng og þjálfarinn.
„Við höfum búið til virkilega gott umhverfi þar sem vinir, fjölskyldur, kærustur og eiginkonur hafa verið hluti af liðinu og hópnum, sérstaklega erlendis,“ sagði Kane.