fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Vilja ekki sjá Netflix koma nálægt hópnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 17:00

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtust fréttir þess efnis að Netflix ætlaði að bjóða kærustum og eiginkonum leikmanna enska karalandsliðsins fúlgur fjár til að fá að fylgja þeim eftir á meðan makar þeirra spiluðu á HM í Katar síðar á árinu.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur þó slegið þessa hugmynd af borðinu. „Ég er ekki hrifinn af þessu. Það kæmi mér á óvart ef leikmenn væru til í þetta því þeir vilja einbeita sér að fótboltanum.“

„Við viljum hafa fjölskyldur leikmanna með á stórmótum og að bjóða þær velkomnar. Þetta er ein stór fjölskylda og ég held að allir átti sig á að þessi mál hafa verið á góðum stað undnafarin ár,“ sagði Southgate.

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, tók í sama streng og þjálfarinn.

„Við höfum búið til virkilega gott umhverfi þar sem vinir, fjölskyldur, kærustur og eiginkonur hafa verið hluti af liðinu og hópnum, sérstaklega erlendis,“ sagði Kane.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Frábær sigur Brentford

England: Frábær sigur Brentford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Landsþekktur einstaklingur lést aðeins 47 ára gamall – Fannst látinn fyrir utan eigið heimili

Landsþekktur einstaklingur lést aðeins 47 ára gamall – Fannst látinn fyrir utan eigið heimili
433Sport
Í gær

Segir að slagurinn við Manchester United hafi verið ósanngjarn – ,,Áttum þetta ekki skilið“

Segir að slagurinn við Manchester United hafi verið ósanngjarn – ,,Áttum þetta ekki skilið“
433Sport
Í gær

Ákvörðunin hafi komið á óvart – „Hann er að undirbúa það“

Ákvörðunin hafi komið á óvart – „Hann er að undirbúa það“