England varð sér til skammar í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið spilaði við Ungverjaland á heimavelli sínum, Wembley.
Englendingarnir hafa ekki spilað vel í A deild hingað til og fengu skell á móti Ungverjalandi í kvöld.
Ungverjaland gerði sér lítið fyrir og vann 4-0 útisigur en liðið átti alls fimm skot á markið og skoraði fjögur.
Þetta var versta tap Englands á heimavelli frá árinu 1928 og eru stuðningsmenn nú orðnir þreyttir á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara.
,,Þú veist ekkert hvað þú ert að gera,“ sungu stuðningsmenn Englands um Southgate í kvöld eftir furðulega skiptingu undir lok leiks.
Southgate ákvað á 85. mínútu leiksins að setja varnarmanninn Harry Maguire inná fyrir sóknarmanninn Bukayo Saka.
Sú skipting kom eftir rauða spjald John Stones á 82. mínútu en Ungverjar bættu við marki á 89. mínútu til að tryggja magnaðan sigur.
1928 – England have lost a home match by 4+ goals for the first since March 1928, when they lost 5-1 to Scotland. Staggering. pic.twitter.com/42wgHfQP4D
— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2022
Bloody hell, England.. what a shambles. What the hell’s going on Mr Southgate???
— Piers Morgan (@piersmorgan) June 14, 2022