Jadon Sancho nýtur lífsins í fríi þessa dagana.
Englendingurinn ungi gekk til liðs við Manchester United frá Dortmund síðasta sumar fyrir 73 milljónir punda. Hann náði ekki að standa undir væntingum á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford.
Sancho hefur ferðast um á einkaþotu undanfarna daga. Hann var til að mynda staddur í New York á dögunum.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af Sancho úr einkaþotunni glæsilegu. Hann deildi myndunum með sínum 8,5 milljónum fylgjenda á Instagram.