Matteo Guendouzi er viss um að William Saliba muni spila með sér hjá Marseille á næstu leiktíð.
Saliba er samningsbundinn Arsenal en hefur þrisvar verið lánaður frá félaginu síðan hann kom frá St. Etienne.
Það gekk frábærlega hjá Saliba með Marseille á síðasta tímabili og lék hann þar með Guendouzi sem var einnig þar í láni frá Arsenal.
Búið er að staðfesta endanlega brottför Guendouzi til Marseille og er hann vongóður um að Saliba geri slíkt hið sama.
,,William er nú með Marseille í hjartanu. Ég er viss um að hann komi hingað aftur á næstu leiktíð. Ég mun halda áfram að reyna að fannfæra hann,“ sagði Guendouzi.
Varnarmaðurinn Saliba kom til Arsenal árið 2019 en hefur enn ekki spilað keppnisleik fyrir félagið.