Darwin Nunez er genginn í raðir Liverpool frá Benfica en koma hans til Englands var staðfest í dag.
Nunez kostar Liverpool um 100 milljónir evra en hann átti frábært tímabil í Portúgal á síðustu leiktíð.
Þar klæddist Nunez treyju númer níu en hann mun bera númerið 27 hjá Liverpool – það var staðfest af félaginu í dag.
Nunez tekur við númeri af vinsælum leikmanni Liverpool, Divock Origi, sem er á förum í sumarglugganum.
Origi er vinsæll á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann hefur aldrei náð að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður en skoraði mikilvæg mörk fyrir félagið.
𝐃𝐀𝐑𝐖𝐈𝐍 2️⃣7️⃣#DarwinDay pic.twitter.com/q1QEOle0V4
— Liverpool FC (@LFC) June 14, 2022