Darwin Nunez er við það að ganga í raðir Liverpool frá Benfica. Hann er mættur í læknisskoðun hjá félaginu.
Liverpool er talið borgar rúmar 64 milljónir punda fyrir framherjann fyrst um sinn. 21, 5 milljón punda gæti þó bæst við það ef ákveðnum áföngum er náð.
Þá mun Úrúgvæinn skrifa undir sex ára samning sem færir honum 120 þúsund pund á viku.
Nunez raðaði inn mörkum fyrir Benfica á síðustu leiktíð. Hann skoraði 34 mörk í 41 leik.
🚨 Darwin Nunez has finally arrived‼💪 pic.twitter.com/jkb4QSUjLU
— Football Daily (@footballdaily) June 14, 2022