Nemanja Matic hefur skrifað undir samning við lið Roma á Ítalíu en hann kemur þangað á frjálsri sölu.
Matic er 33 ára gamall en hann yfirgaf Manchester United eftir að hafa orðið samningslaus.
Jose Mourinho er stjóri Roma og þekkir Matic vel en þeir unnu saman hjá Chelsea og svo síðar Man Utd.
Matic spilaði með Man Utd í fimm ár en hann skrifar undir eins árs samning á Ítalíu.
Þar mun Matic spila í Evrópudeildinni eftir að Roma vann Sambandsdeildina á síðustu leiktíð.