Manchester United er sagt hafa boðið Christian Eriksen samning.
Hinn þrítugi Eriksen er að verða samningslaus eftir að hafa leikið með Brentford á nýafstaðinni leiktíð.
Daninn gekk til liðs við Brentford í janúar á þessu ári frá Inter. Hann hafði þá ekkert leikið knattspyrnu frá því að hjarta hans stöðvaðist í leik með Dönum á Evrópumótinu síðasta sumar.
Eriksen stóð sig frábærlega með Brentford eftir áramót. Vakti hann athygli stærri félaga.
Miðjumaðurinn hefur einnig leikið með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann fór þaðan til Inter árið 2020.
🚨 Man Utd understood to have made an offer to Christian Eriksen & are among the clubs interested in signing him. 30yo Denmark playmaker a free agent after Brentford contract ended. #MUFC summer priority remains De Jong but other options too @TheAthleticUK https://t.co/mY3YGlEfME
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 14, 2022