Liverpool er búið að staðfesta komu sóknarmannsins Darwin Nunez en skiptin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma.
Nunez er 22 ára gamall framherji en hann kostar Liverpool samtals í kringum 100 milljónir evra.
Kaupverðið er 75 milljónir til að byrja með en ef ákveðin skilyrði verða uppfyllt þá hækkar upphæðin um 25 milljónir.
Nunez kemur til Liverpool frá Benfica í Portúgal en hann raðaði inn mörkum þar á síðustu leiktíð.
Liverpool tilkynnti komu leikmannsins á samfélagsmiðlum eins og má sjá hér fyrir neðan.
We’ve got some ñews that we think you might like… 🇺🇾#DarwinDay pic.twitter.com/C70mBnzu4c
— Liverpool FC (@LFC) June 14, 2022