Fyrrum knattspyrnumaðurinn Michael Owen viðurkennir að hann hafi látið slæmt andlegt ástand sitt bitna á dóttur sinni og eiginkonu á sínum tíma.
Ensk götublöð rifja nú upp ýmislegt úr bók sem hann gaf út árið 2020. Owen hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Það hefur bæði verið vegna frægðar dóttur sinnar sem nú er Love Island-stjarna og meint klúrin skilaboð sem hann á að hafa sent annari konu. Owen er giftur maður.
„Ég tók allt út á Louise (eiginkonu Owen). Ég sakaði hana um að eyða of miklum tíma með elstu dóttur okkar (Gemmu) og að hún hundsaði hin börnin,“ sagði Owen í bókinni en viðurkenndi að hafa haft rangt fyrir sér.
„Í mörg ár, vegna djöfla innra með mér, var ég mjög leiðinlegur við Louise og ýtti á hnappa sem ég vissi að væru viðkvæmir, til dæmis sambandið við Gemmu.“
Owen leitaði sér þó hjálpar síðar meir. „Heil lífstíð af ákveðnu hugarfari og hegðun kom mér á stað þar sem ég þurfti að leita mér faglegrar aðstoðar.“