Leeds United leitast nú eftir að styrkja miðsvæði sitt. Liðið er búið að gera samkomulag við Marc Roca, leikmann Bayern Munchen.
Fjögurra ára samningur er á borði Roca frá Leeds sem leikmaðurinn hefur samþykkt.
Félögin eiga hins vegar eftir að ná saman.
Bayern er sagt vilja 15 milljónir evra fyrir miðjumanninn.
Viðræður á milli Bayern og Leeds eru sagðar ganga vel og gæti Roca orðið leikmaður liðsins á næstunni.
Leeds have reached an agreement with Marc Roca on personal terms. Four year deal ready, Bayern want €15m fee but talks between the two club are progressing well. ⚪️🇪🇸 #LUFC
Jesse Marsch wants Roca, work in progress with positive feelings. pic.twitter.com/8hE9D6AjmX
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 14, 2022
Leeds rétt bjargaði sér frá falli í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds, hefur verið orðaður frá félaginu og gæti það verið ástæða þess að félagið vill sækja Roca.