Vincent Kompany er tekinn við sem stjóri Burnley.
Belginn, sem lék með Manchester City um árabil, hefur verið stjóri Anderlech undanfarin þrjú ár.
Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og tekur því þátt í B-deildinni á komandi tímabili.
Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley.
„Burnley er sögufrægt félag og það er heiður að vera tekinn við. Ég er spenntur fyrir komandi áskorun“ sagði Kompany eftir ráðninguna.
„Vincent er sannkallaður leiðtogi og ég er mjög hrifinn af þeim hugmyndum sem hann hefur fyrir félagið. Hann er mjög metnaðarfullur og er einbeittur á að koma liðinu aftur upp í úrvalsdeildina,“ sagði stjórnarformaður Burnley, Alan Pace.
We are delighted to confirm the appointment of Vincent Kompany as first-team manager.
Welcome to Burnley, @vincentkompany! 👔#WelcomeKompany | #UTC
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) June 14, 2022