John Obi Mikel, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur tjáð sig um núverandi leikmann liðsins, Romelu Lukaku, sem var í vandræðum í vetur.
Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea frá Inter Milan síðasta sumar en náði í raun aldrei að sýna sitt rétta andlit í deildinni eftir frábæra dvöl á Ítalíu.
Obi Mikel spilaði með Lukaku hjá Chelsea og er á því máli að enska deildin sé einfaldlega of hröð og of kraftmikil fyrir Lukaku í dag.
Lukaku var góður vanur í hægri deild á Ítalíu segir Obi Mikel og telur hann að enska deildin sé of mikið fyrir Belgann.
,,Deildin hefur breyst mikið. Enska deildin er of sterk í dag, of kraftmikil og of hröð og ítalska deildin er of hæg,“ sagði Obi Mikel.
,,Það er of mikið af gæðum í ensku deildinni, hraðinn er svo miklu meiri en á Ítalíu. Þú getur spilað þar til fertugs en á Englandi er vinnan mun meiri.“