Miðjumaðurinn Yves Bissouma er við það að ganga í raðir Tottenham frá Brighton. Times segir frá.
Þessi 25 ára gamli leikmaður mun gangast undir læknisskoðun í Norður-Lundúnum á fimmtudag.
Tottenham borgar 25 milljónir punda fyrir Bissouma sem á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við Brighton.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Spurs í sumar á eftir Fraser Forster og Ivan Perisic.
Bissouma er landsliðsmaður Malí.