Louie Sibley, sem leikur með Derby County, bað í gær um aðstoð á samfélagsmiðlum eftir að maður réðist á kærustu hans.
Atvikið átti sér stað í Nottingham aðfaranótt mánudags um klukkan 2. Var kærastan afar illa farin eftir árásina líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þurfti hún að fara á sjúkrahús.
„Hún endaði á sjúkrahúsi og það þurfti að sauma hana vegna mannsins sem kýldi hana. Hún varð meðvitundalaus. Þessi gunga réðist á svo saklausa stelpu. Hann dró hana eftir jörðinni áður en hann kýldi hana og skellti henni upp við vegg.“
„Hann var með konu sem reyndi líka ítrekað að meiða hana. Þau flúðu bæði og skildu hana eftir meðvitundarlausa.“
Sibley hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavélum af fólkinu. Þar biður hann fylgjendur sína um að hafa augun opin fyrir þeim.
These are the two people who attacked my girlfriend. They both need to be found, they can’t get away with such a disgusting unprovoked attack. Please share this everyone!!! https://t.co/fkkFKDhv2u
— Louie Sibley (@louie_sibbo) June 14, 2022