Valur er enn í toppsæti Bestu deildar kvenna eftir leik við Selfoss í kvöld en leikurinn var spilaður á Selfossi.
Anna Rakel Pétursdóttir gerði eina mark leiksins í kvöld til að tryggja Val sinn sjöunda sigur í sumar.
Breiðablik vann sitt verkefni gegn Þrótt Reykjavík á útivelli og er í öðru sætinu með 18 stig, fjórum stigum á eftir Val.
Blikar unnu 3-0 útisigur þar sem Hilur Antonsdóttir skoraði tvennu og Alexandra Jóhannsdóttir eitt.
ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig en liðið vann ÍBV með einu marki gegn engu þar sem Olga Sevcova gerði eina markið.
KR fékk sitt fjórða stig í sumar í fjörugum leik gegn Þór/KA en leiknum lauk með 3-3 jafntefli á Akureyri.
Keflavík vann þá Stjörnuna með einu marki gegn engu og situr í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig, líkt og Þór/KA
Selfoss 0 – 1 Valur
0-1 Anna Rakel Pétursdóttir
Þróttur R. 0 – 3 Breiðablik
0-1 Hildur Antonsdóttir
0-2 Hildur Antonsdóttir
0-3 Alexandra Jóhannsdóttir
Afturelding 0 – 1 ÍBV
0-1 Olga Sevcova
Þór/KA 3 – 3 KR
0-1 Hildur Lilja Ágústsdóttir
1-1 Sandra María Jessen
1-2 Guðmunda Brynja Óladóttir
2-2 Arna Eiríksdóttir
3-2 Margrét Árnadóttir
3-3 Rasamee Phonsongkham
Keflavík 1 – 0 Stjarnan
1-0 Elín Helena Karlsdóttir