Manchester United er sagt vera að undirbúa 50 milljóna evra tilboð í vængmanninn Antony.
Antony er brasilískur og leikur með Ajax í Hollandi.
Þessi 22 ára gamli leikmaður stóð sig vel á nýafstöðnu tímabili. Hann skoraði átta mörk og lagði upp fjögur í 23 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni.
Þá skoraði hann tvö mörk í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu, ásamt því að leggja upp önnur fjögur í sömu keppni.
Erik ten Hag er tekinn við sem stjóri Man Utd. Hann kemur frá Ajax og þekkir Antony þá vel.
Ten Hag reynir nú að byggja upp nýtt lið á Old Trafford eftir mikil vonbrigði Man Utd á síðustu leiktíð. Þá hafnaði liðið í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
🚨 Manchester United are planning to make a 50 million euro offer for Brazilian star Antony. 🎩 🇧🇷#MUFC 🔴 #AFCAjax pic.twitter.com/KPy18G4qJ3
— Ekrem KONUR (@Ekremkonur) June 12, 2022