Benoný Breki Andrésson og félagar hans í U-17 ára liði Bologna eru að gera góða hluti í ítölsku deildinni.
Bologna er komið í undanúrslit eftir 4-2 sigur á stórliði Juventus. Þar mætir liðið AC Milan en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Roma og Inter.
Leikirnir fara fram 19. júní. Úrslitaleikurinn verður svo spilaður þann 21. júní.
Benoný er á fyrsta ári sínu af þremur í unglingaakademíu Bologna.