Manchester City hefur formlega kynnt Erling Braut Haaland til leiks hjá félaginu.
Vitað hefur verið af skiptunum lengi en eru þau formlega staðfest nú.
Þessi 21 árs gamli framherji kemur frá Dortmund. Man City gat keypt hann fyrir um 60 milljónir evra vegna klásúlu í samningi Norðmannsins.
Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Dortmund undanfarin tvö ár eða svo.
Man City kynnir Haaland til leiks með skemmtilegu myndbandi sem sýnir hann í búningi Man City sem barn. Faðir Hans, Alf-Inge, lék með félaginu.
HE’S HERE! 💙 pic.twitter.com/JuZEtzTWbv
— Manchester City (@ManCity) June 13, 2022