Richarlison, sóknarmaður Everton, hefur gefið í skyn að næsti áfangastaður hans verði Tottenham.
Brasilíumaðurinn hefur verið á mála hjá Everton frá því 2018 og er hann með samning við félagið í tvö ár til viðbótar.
Hann er þó orðaður við brottför þessa dagana. Tottenham er nefnt til sögunnar og mynd sem hann birti Instagram ýtir undir þann orðróm. Þar er Richarlison í búningi NBA-liðsins San Antonio Spurs. Eins og flestir vita er lið Tottenham einnig kallað „Spurs.“
Everton átti afleitt tímabil og var í fallbaráttu allt þar til í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Richarlison skoraði tíu mörk í 30 leikjum á nýafstaðinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Richarlison rocking a San Antonio Spurs jersey on Instagram. Take that as you will. pic.twitter.com/3MClpgNYFu
— Hotspur Edition (@HotspurEdition) June 12, 2022