Louie Sibley, sem leikur með Derby County, hefur beðið fylgjendur sína á samfélagsmiðlum um aðstoð eftir að maður réðist á kærustu hans.
Atvikið átti sér stað í Nottingham í nótt um klukkan 2. Var kærastan afar illa farin eftir árásina líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þurfti hún að fara á sjúkrahús.
Sibley biður alla sem hafa upplýsingar um málið að koma fram með þær. Lögreglan rannsakar nú árásina.
„Hún endaði á sjúkrahúsi og það þurfti að sauma hana vegna mannsins sem kýldi hana. Hún varð meðvitundalaus.“
„Þessi gunga réðist á svo saklausa stelpu. Hann dró hana eftir jörðinni áður en hann kýldi hana og skellti henni upp við vegg.“
„Hann var með konu sem reyndi líka ítrekað að meiða hana. Þau flúðu bæði og skildu hana eftir meðvitundarlausa.“