Það er alltaf næg umræða í kringum eiginkonur og kærustur leikmanna í enska landsliðinu.
Enska liðið tekur þátt á Heimsmeistaramótinu í Katar síðar á þessu ári.
Nú er sagt frá því að hugmyndir séu uppi um að gera Netflix-þáttaseríu um tíma nokkurra eiginkvenna og kærasta leikmanna á meðan mótinu stendur.
Það er sagt frá því að búið sé að ræða við Dani Dyer, kærustu Jarrod Bowen sem leikur með West Ham. Þá hafa Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, og Anouska Santos, eiginkona Luke Shaw, einnig verið orðaðar við þátttöku í seríunni.
Það kemur það fram að eiginkonum leikmannanna hafi verið boðið allt að 100 milljónir punda fyrir þátttöku í seríunni.