Benfica hefur staðfest sölu á Darwin Nunez til Liverpool en leikmaðurinn fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag.
Benfica staðfestir einnig að Liverpool borgi í byrjun 68 milljónir punda en kaupverðið geti endað í 85 milljónum punda.
Nunez er 22 ára gamall sóknarmaður frá Úrúgvæ en hann hefur raðað inn mörkum í Portúgal.
Jurgen Klopp er að stokka upp í sóknarleik sínum en Sadio Mane er á förum og fer líklega til FC Bayern.
Nunez gerir sex ára samning við Liverpool og mætir til Englands í dag og fer í læknisskoðun.