Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu segir að sé og Alberti Guðmundssyni, leikmanni landsliðsins hafi ekki lent saman í nýafloknu landsliðsverkefni.
Albert hefur lítið spilað í verkefninu og hávær orðrómur fór á flug þess efnis að honum og Arnari hafi lent saman á einum af undirbúningsfundum íslenska landsliðsins í landsliðsverkefninu. Arnar vísaði þessum sögusögnum á bug.
,,Þetta er ekki satt. Við höfum ekki lent í rifrildi. Hann er mjög faglegur og við höfum talað mikið saman um stöðuna í þessum glugga. Ég skil vel að hann sé ekki sáttur við sitt hlutskipti í þessu verkefni en okkur hefur ekki lent saman,“ sagði Arnar Þór Viðarsson á blaðamannafundi eftir landsleik Íslands og Ísrael í Þjóðadeild UEFA í kvöld.