Ousmane Dembele hefur enn ekki samþykkt nýtt samningstilboð frá Barcelona en þetta hefur forseti félagsins staðfest.
Joan Laporta, forseti Börsunga, greindi frá því í gær að samningstilboð væri á borðinu fyrir Dembele sem lætur lítið í sér heyra.
,,Dembele? Við höfum komið með okkar tilboð, það er á hans borði en hann hefur ekki samþykkt. Við höfum ekki fengið neitt svar,“ sagði Laporta.
Talið er að Dembele vilji komast burt í sumar og er Chelsea sterklega orðað við leikmanninn.
Thomas Tuchel er stjóri Chelsea en hann og Dembele unnu saman við góðan orðstír hjá Dortmund á sínum tíma.