Bernardo Silva hefur gefið í skyn að hann gæti verið á förum frá Manchester City í sumar en hann er orðaður við Barcelona.
Silva var spurður út í eigin framtíð á föstudag á blaðamannafundi og vildi ekki útiloka neitt með svari sínu.
Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur spilað stóra rullu með Man City undanfarin ár en liðið vann Englandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.
Silva vildi ekki staðfesta það að hann yrði áfram í herbúðum Man City og mun gefa frá sér svar síðar.
,,Því miður þá get ég ekki svarað þessari spurningu. Ég er með landsliðinu og einbeiti mér að þeim leikjum sem eru eftir,“ sagði Silva.
,,Þegar tímabilið klárast þá sjáum við hvað gerist.“