Hollenska goðsögnin Rafael van der Vaart hefur hvatt landa sinn Frenkie de Jong að semja við Manchester United í sumar.
De Jong er sterklega orðaður við Rauðu Djöflana þessa dagana og myndi þar vinna með Erik ten Hag en þeir voru áður saman hjá Ajax.
De Jong spilar með Barcelona á Spáni þessa dagana en þeir spænsku eru taldir opnir fyrir því að hleypa honum burt í sumar.
,,Ef ég væri Frenkie þá myndi ég fara til Manchester United,“ sagði Van der Vaart í samtali við Ziggo Sport.
,,Það myndi henta. Þú ert með þjálfara þarna sem þekkir nákvæmlega það sem þú getur gert. Man Utd þarf enn á gæðum að halda.“
,,Það eru margir leikmenn hjá Barcelona sem gera það sama og kannski betur en hann eða hafa staðið sig betur.“
,,Svo lengi sem þeir eru hjá Barcelona þá er hann út úr myndinni. Hjá Man Utd myndi hann spila meira eins og hann gerir hjá hollenska landsliðinu.“