Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, er tilbúinn að taka á sig mikla launalækkun til að komast burt frá félaginu í sumar.
Ítalski miðillinn II Messaggero fullyrðir þessar fréttir en Kepa fær ekkert að spila á Stamford Bridge eftir komu Edouard Mendy.
Kepa er dýrasti markvörður sögunnar og fær fimm milljónir evra í árslaun sem er enginn smá lanatékki.
Lazio hefur áhuga á að semja við markmanninn en liðið býr ekki næstum yfir því fjármagni sem enska liðið býr yfir.
Hjá Lazio myndi Kepa hitta Maurizio Sarri en hann er fyrrum stjóri Chelsea og fékk hann til félagsins á sínum tíma.
Kepa er hins vegar ekki efstur á lista Sarri en Marco Cadnesecchi hjá Atalanta er þar númer eitt á blaði.