Mauricio Pochettino mun ekki stýra liði Paris Saint-Germain á næstu leiktíð og er á förum frá félaginu.
Bæði Sky Sports og the Athletic fullyrða þessar fréttir í dag en Pochettino hefur þjálfað í Frakklandi undanfarið ár.
Argentínumaðurinn er frægastur fyrir tíma sinn hjá Tottenham frá 2014 til 2019 og gerði þar frábæra hluti.
Gengi PSG í Meistaradeildinni var ekki nógu sannfærandi á síðustu leiktíð og ákváðu stjórnarformenn liðsins því að breyta til.
PSG fagnaði þó sigri í deild á tímabilinu en annað væri í raun óvenjulegt miðað við leikmannahóp liðsins í samanburði við önnur félög deildarinnar.
PSG datt úr keppni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vor en komst í undanúrslit tímabilið áður.