Andrea Pirlo, fyrrum stjóri Juventus, er kominn í nýtt starf og hefur skrifað undir samning í Tyrklandi.
Frá þessu er greint í kvöld en Pirlo hefur samþykkt að taka við liði Fatih Karagumruk þar í landi.
Fatih Karagumruk komst aftur í efstu deild Tyrklands árið 2020 og endaði um miðja deild á síðustu leiktíð.
Pirlo býr ekki yfir mikilli reynslu sem þjálfari en hann stýrði Juventus í eitt tímabil frá 2020 til 2021.
Fyrir það starfaði hann hjá unglingaliði félagsins og gerði garðinnf rægan sem leikmaður bæði Juve og AC Milan.